Kompás

Kompás

Æskulýðsvettvangurinn býður reglulega upp á námskeið í notkun á Kompás. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og ungmennum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum.

Í bókinni er að finna hugmyndir og verkefni sem byggð eru upp á leikjum og leikjafræði. Bókin tryggir þannig að efnið sé áhugavert og skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks.

Kompás hefur verið þýdd yfir á íslensku en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.

Hægt er að panta námskeið í notkun Kompás hjá Semu Erlu, framkvæmdastýru Æskulýðsvettvangsins. Netfangið hennar er aev@aev.is

Vefur Kompás: http://vefir.nams.is/kompas/

 

Litli-kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi.

Verkefnin eiga ennfremur að þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir skólann sinn og samfélagið. Auk þess er í bókinni fræðileg umfjöllun um þrettán lykilatriði mannréttinda, svo sem lýðræði, borgarvitund, kynjajafnrétti, umhverfismál, fjölmiðla og ofbeldi. Handbókin er einnig gefin út í stafrænni útgáfu.

Hægt er að panta námskeið í notkun Litla-Kompás hjá Semu Erlu, verkefnastýru Æskulýðsvettvangsins. Netfangið hennar er aev@aev.is

Vefur Litla-Kompás: http://vefir.nams.is/litli_kompas/