Tilkynna kynferðisbrot, einelti eða aðra óæskilega hegðun

Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun innan þeirra samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg.

Í fagráðinu sitja alltaf tveir óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Í dag starfa lögfræðingur og sálfræðingur í fagráðinu. Framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins er einnig starfsmaður fagráðsins.

Nánari upplýsingar um fagráð æskulýðsvettvangsins

Tilkynna óæskilega hegðun

Allir geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðsvettvangsins með því að fylla út formið hér að neðan. Tilkynningin berst framkvæmdastjóra Æskulýðsvettvangsins sem einnig er starfsmaður fagráðsins. Þegar tilkynning berst fagráðinu fer formlegt ferli af stað og fulltrúi fagráðsins hefur samband við tilkynnanda innan þriggja virkra daga. Í kjölfarið er gerð áætlun um vinnu við úrlausn málsins.

Fagráðið starfar samkvæmt Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins, verklagsreglum um meðferð kynferðisbrota og verklagsreglum um meðferð eineltismála, siðareglum Æskulýðsvettvangsins og landslögum. Mæli lög ekki fyrir á annan veg er fulltrúum í fagráðinu skylt að gæta þagmælsku um þau mál sem fagráðinu berast og rík áhersla er lögð á vernd og öryggi persónuupplýsingar sem unnið er með, í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Tilkynnandi

Þolandi

Hvað er verið að tilkynna

Reglur Æskulýðsvettvangsins vegna persónuverndar

Æskulýðsvettvangurinn er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu samtakanna. Æskulýðsvettvangurinn leggur ríka áherslu á vernd og öryggi persónuupplýsingar sem unnið er með hjá samtökunum, í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í langflestum tilvikum fær Æskulýðsvettvangurinn persónuupplýsingar vegna tilkynninga til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Þær eru yfirleitt beint frá þér eða þær eru veittar með þínu leyfi. Fagráð Æskulýðsvettvangsins vinnur eingöngu með upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að vinna að úrlausn mála er koma inn á borð þess.

Þær persónuupplýsingar sem koma í gegnum tilkynningar til fagráðs Æskulýðsvettvangsins eru varðveittar í skjalasafni samtakanna í 10 ár. Upplýsingunum er eytt af vefþjóni samtakanna innan 30 daga frá viðtöku.

Tilkynningin hefur verið móttekin. Fulltrúi fagráðs Æskulýðsvettvangsins mun koma málinu í rétt ferli og vera í sambandi við tilkynnanda innan þriggja virkra daga.
Það fór eitthvað úrskeiðis við að senda inn tilkynninguna. Vinsamlega reyndu aftur eða hafðu samband við framkvæmdastýru Æskulýðsvettvangsins.