Hvað er ÆV

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Hvað gerir ÆV?

Hlutverk Æskulýðsvettvangsins er að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í æskulýðsstarfi.

Gildi ÆV

Gildi Æskulýðsvettvangsins eru vellíðan, velferð og öryggi. Þau endurspegla tilgang, markmið og stefnuyfirlýsingu ÆV.

Fréttir af starfinu

 • Siðareglur

  Verndum þau námskeið í Reykjanesbæ

  Næsta námskeið fyrir þau félagasamtök sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn fer fram þann 6.

 • Netnámskeiðheader

  Nýjung í barnaverndarmálum í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi

  Æskulýðsvettvangurinn hefur tekið í notkun netnámskeið í Barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Um er að ræða nýjung í fræðslu og forvörnum í barnaverndarmálum á Íslandi sem snýr að því að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara.

 • Ungmenni

  Námskeið Æskulýðsvettvangsins

  Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, rafrænt og/eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á

Starfsemi ÆV

 • Fagráð Æskulýðsvettvangsins

  Æskulýðsvettvangurinn líður ekki ofbeldi af neinu tagi. Á vegum Æskulýðsvettvangsins starfar fagráð sem tekur til umfjöllunar kynferðisbrotamál og eineltismál sem koma upp innan þeirra félaga sem mynda Æskulýðsvettvanginn.
 • Heimild fyrir sakaskrá

  Öll aðildarfélög ÆV gera þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsmanna sem vinna með börnum, að þeir skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 • Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

  Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða innan Æskulýðsvettvangins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð.

Verkefni ÆV

 • Verndum þau

  Verndum þau

  Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.
 • Einelti

  Einelti og önnur óæskileg hegðun

  Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn. Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan Æskulýðsvettvangsins og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur. Því er mikilvægt að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leita allra leiða til þess að leysa úr þeim hratt og vel.
 • Netnámskeiðheader

  Netnámskeið í barnavernd

  Æskulýðsvettvangurinn hefur tekið í notkun netnámskeið í Barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Um er að ræða nýjung í fræðslu og forvörnum í barnaverndarmálum á Íslandi sem snýr að því að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara.