Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá ríkisins

Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna ofbeldisbrota og ávana- og fíkniefnabrota, á síðastliðnum fimm árum, til starfa með börnum og ungmennum. Þá er einnig óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrota (ótímabundið) til starfa með börnum og ungmennum.

Þau félagasamtök sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn gera öll þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsfólks sem vinna með börnum og ungmennum að þeir skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá ríkisins um slík brot.

Úr verkfærakistunni

Sækja
Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá ríkisins
Okt 2017

Í æskulýðslögum nr. 70/2007 segir í 3.-4. mgr. 10. gr.: „Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2. gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs.

Yfirmennskóla, leikskóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tómstundamiðstöðva og annarra slíkra stofnana eða staða þar sem börn og ungmenni koma saman eða dveljast um lengri eða skemmri tíma, og 2. gr. tekur til, eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur, sem sótt hefur um störf á þeirra vegum, hefur hlotið dóm vegna brota sem 3. mgr. tekur til, að fengnu samþykki hans.“