Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.

Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnarmála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum og markmiðum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna.

Stefnuyfirlýsing

Æskulýðsvettvangurinn telur mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan Æskulýðsvettvangsins og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur.

Æskulýðsvettvangurinn leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn sé ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga þannig að gæta vandvirkni og samvikusemi og koma fram af umhyggju, heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með og fyrir.

Æskulýðsvettvangurinn leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda og sýni góða hegðun og gott fordæmi, jafnt í starfi sem utan þess. Jafnframt telur Æskulýðsvettvangurinn mikilvægt að stuðlað sé að heilbrigðu, uppbyggjandi og vönduðu starfi með börnum og ungmennum.

Vellíðan, velferð og öryggi
Gildi Æskulýðsvettvangsins endurspegla tilgang, markmið og stefnuyfirlýsingu

Stjórn og starfsfólk

Stjórn

Auður Þorsteinsdóttir
Auður Þorsteinsdóttir
UMFÍ
Gunnar Stefánsson
Gunnar Stefánsson
Landsbjörg
Ragnar Þór Þrastarson
Ragnar Þór Þrastarson
Skátarnir
Tómas Torfason (formaður stjórnar)
Tómas Torfason (formaður stjórnar)
KFUM og KFUK

Framkvæmdastýra

Sema Erla
Valdís Helga Þorgeirsdóttir
Framkvæmdastýra

Ráðgjafahópur

Helena Dögg Magnúsdóttir
Helena Dögg Magnúsdóttir
Landsbjörg
Hjördís Rós Jónsdóttir
Hjördís Rós Jónsdóttir
KFUM og KFUK
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Skátarnir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
UMFÍ

Aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins

Skátarnir

Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar sem taka þátt í að bæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.

Opna vef skátanna
KFUM og KFUK eru aðilar að Æskulýðsvettvangnum

KFUM og KFUK

KFUM og KFUK er kristileg æskulýðshreyfing sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði einstaklingsins til líkama, sálar og anda. KFUM og KFUK stendur fyrirfaglegu barna- og æskulýðsstarfi en félagið starfrækir fimm sumarbúðir og um 30 æskulýðsdeildir víðs vegar um landið, auk þess að standa fyrir leiðtogaþjálfun og fjölbreyttum viðburðum allt árið um kring. Aðferð Jesú Krists, að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu er í hávegum höfð í öllu starfi KFUM og KFUK.

Opna vef KFUM og KFUK
Landsbjörg er aðili að Æskulýðsvettvangnum

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið er ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.

Opna vef Landsbjargar
UMFÍ er aðili að Æskulýðsvettvangnum

Ungmennafélag íslands

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað í ágúst árið 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 28 talsins sem skiptast í 21 íþróttahéruð og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 460 félög innan UMFÍ með rúmlega 300 þúsund félagsmenn.

Opna vef UMFÍ