Samræmd viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsfélaga

Markmið þessarar viðbragðsáætlunar er að færa aðilum innan íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka um allt land áætlun vegna atvika og áfalla sem geta komið upp í slíku starfi. Best er að viðbrögð allra íþrótta- og æskulýðsfélaga landsins séu eins. Í áætluninni er að finna verkferla sem skal fylgja þegar upp koma atvik eða áföll í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Áætlunin nær yfir alla starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga á landinu, aðildarfélaga, þátttakendur, stjórnendur, fyrirtæki, starfsfólk, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila innan félaganna. Þó að starfsemin geti verið misjöfn milli félaga, er mikilvægt að öllum líði vel við leik og störf í íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Allt fólk á að geta gengið að því sem vísu að félagsstarf þessi bjóði upp á öruggt umhverfi og að fólk fái að vera óáreitt í félagsstarfinu óháð aldri, kynferði eða stöðu að öðru leyti. Sömuleiðis á allt fólk að geta leitað réttar sín ef atvik koma upp, án þess að óttast afleiðingar.

Viðbragðsáætlunin var unnin í sameiningu af

  • Bandalagi íslenskra skáta (BÍS)
  • Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR)
  • ÍÞrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ)
  • Kristilegu félagi ungra manna og kvenna (KFUM og KFUK)
  • Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
  • Slysavarnafélaginu Landsbjörg
  • Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ)
  • Æskulýðsvettvangnum (ÆV)

Úr verkfærakistunni

Sækja
Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsfélaga 2022
Nóv 2022