Hatursorðræða

Hatursorðræða er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi og hatursorðræða á netinu er ein af þeim stóru hættum sem steðja að börnum og ungmennum í dag. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að börn og ungmenni tileinki sér slíka hegðun.

Hatursorðræða og annars konar áróður á sér stað í öllum samfélögum í mismiklum mæli og af mismiklu kappi. Hatursorðræða er samfélagsmein sem getur haft alvarlegar afleiðingar ef hún er látin óáreitt. Það sem gerir hatursorðræðu sérstaka eru skilaboðin sem gerandinn sendir til þolenda um stöðu þeirra í samfélaginu. Hún er notuð til þess að niðurlægja einstaklinga, gera lítið úr persónu þeirra og brjóta þá niður. Í hvert skipti sem hatursorðræða er látin óáreitt kostar hún einhvern hluta af þeim sjálfum, sjálfsmynd þeirra og hluta af sálarlífi þeirra

Hatursorðræða er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi og er ein af þeim stóru hættum sem steðja að börnum og ungmennum í dag. Vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem hatursorðræða getur haft á einstaklinga og hópa fólks er mikilvægt að leita leiða til þess að koma í veg fyrir að hún haldi áfram að vaxa og sporna gegn því að börn og ungmenni tileinki sér slíka hegðun.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað er hatursorðræða?
  • Hverjar eru mismunandi birtingarmyndir hatursorðræðu?
  • Hverjum beinist hatursorðræða gegn?
  • Hverjar eru afleiðingar hatursorðræðu?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir hatursorðræðu á meðal barna og ungmenna?
Opna netnámskeið

Næsta námskeið

Námskeiðið 
Hatursorðræða
 
er ekki í boði að svo stöddu.

Panta námskeið

Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru þeim samtökum sem mynda vettvanginn og aðildarfélögum þeirra að kostnaðarlausu. Námskeiðin standa einnig fyrirtækjum, félögum og stofnunum til boða fyrir gjald.

Nánari upplýsingar

Önnur námskeið Æskulýðsvettvangsins