Æskulýðsvettvangurinn vinnur að fræðslu- og forvarnamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands.

Námskeið Æskulýðsvettvangsins

Námskeiðaáætlun og skráning

Fjölmenning og inngilding í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Æskulýðsvettvangurinn hefur unnið að þróun verkfæra sem íþrótta- og æskulýðsfélög og aðrir sem starfa með börnum og ungmennum eru hvött til þess að nýta sér til þess að stuðla að inngildandi félagi og starfsemi.

Kynntu þér hugtök, stefnu, viðbragðsáætlun og gátlista og pantaðu námskeið eða vinnustofu!

Lesa meira

Neteinelti

Með auknum samskiptum í gegnum netið eru börn og ungmenni berskjaldaðri gagnvart neteinelti sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, gerendur og samfélagið í heild sinni.

Við höfum útbúið fræðsluefni um neteinelti, mismunandi birtingamyndir, einkenni og alvarlegar afleiðingar þess.

Nánar um neteinelti

Viðbragðsáætlun

Það eru ýmis atvik sem upp kunna að koma í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi og bregðast þarf við. Erfitt er að gera þeim öllum skil en mikilvægt að hafa ákveðnar grunnreglur til að fylgja.

Áætlunin er þríþætt og nær til; Atvika sem upp kunna að koma í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi. Áfalla sem börn, ungmenni og ábyrgðaraðilar verða fyrir í starfi. Áfalla sem börn, ungmenni og ábyrgðaraðilar verða fyrir utan félagsstarfs, en gætu haft áhrif á líðan þeirra og störf innan félagsstarfsins.

Nánar um viðbragðsáætlun