Gátlisti fyrir inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Gátlisti fyrir inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi er verkfæri fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem og aðra sem bjóða upp á starfsemi fyrir börn og ungmenni með erlendan bakgrunn og/eða flóttabakgrunn og eru að vinna að því að gera félagið sitt og starfsemi sína inngildandi.

Gátlisti þessi er byggður á stefnu um inngildingu og fjölmenningu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög og viðbrögð við fordómum, kynþáttaníði og mismunun í starfinu.

Markmiðið með gátlistanum er að auðvelda innleiðingu á stefnu um inngildingu og fjölmenningu, vinnu við markmiðasetningu og aðgerðaráætlun sem og viðbragðsáætlun fyrir fordóma, kynþáttaníð og mismunun í starfinu og annað sem stuðlar að inngildandi félagi og starfsemi. Gátlistinn auðveldar einnig yfirsýn yfir stöðuna hverju sinni.

Dæmi um þætti sem gátlistinn nær til:

Úr verkfærakistunni

Sækja
Gátlisti fyrir inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Júní 2022

Ef félagið þitt hefur ekki hafið vinnu við að stuðla að inngildingu og innleitt verkfæri til þess hvetjum við þig til þess að hefja slíka vinnu með því að panta vinnustofu fyrir félagið og fá aðstoð fagaðila við að hefja ferlið.
Vinnustofan er sérstaklega sniðin að hverjum hópi fyrir sig.