Stefna um inngildingu og fjölmenningu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög

Mikilvægt er fyrir öll íþrótta- og æskulýðsfélög að vera með stefnu um inngildingu og fjölmenningu. Með slíkri stefnu skuldbindur félagið sig til þess að vinna markvisst að inngildingu, jafnt innan félagsins sem og í starfsemi þess.

Með því að innleiða stefnu um inngildingu og fjölmenningu lýsir félagið því yfir að það bjóði öll börn og ungmenni velkomin og stuðlar að inngildingu barna og ungmenna af erlendum uppruna og/eða með flóttabakgrunn á öllum sviðum félagsins og stuðlar að virkri þátttöku þeirra, hlutdeild, öryggi og sýnileika. Það á einnig við um forsjáraðila þeirra barna og ungmenna sem stefnan nær til.

Félagið skuldbindur sig til þess að vinna að markmiðum sem sett eru fram í stefnunni, sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að opnu og öruggu umhverfi fyrir öll börn og ungmenni, með aðgerðum sem félagið skilgreinir.

Markmiðin og aðgerðirnar í stefnunni eru ekki tæmandi og er hvert félag er hvatt til þess að aðlaga stefnuna að sínu félagi og sinni starfsemi.

Stefna um inngildingu og fjölmenningu byggir á eftirfarandi lögmálum:

Úr verkfærakistunni

Sækja
Stefna um inngildingu og fjölmenningu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög
Júní 2022

Þau félög sem eru að hefja vinnu við að stuðla að inngildingu í félaginu sínu og starfsemi eru hvött til þess að panta vinnustofu fyrir félagið og fá aðstoð fagaðila við að hefja ferlið. Vinnustofan er sniðin að hverjum hópi fyrir sig.